top of page

BELTI.IS

SÉRFRÆÐINGAR Í BELTUM

Skoðaðu Facebook síðuna okkar

  • Facebook - White Circle

TÆKI Á BELTUM FRÁ OKKUR

HÉR ERU SÝNISHORN AF TÆKJUM Á BELTUM FRÁ OKKUR

Our work
SERVICES

Afhverju fjórhjóla belti?

Veðrið á Íslandi er síbreytilegt, það snjóar, það rignir, það frýs, það þiðnar, stundum allt sama daginn. Vélsleðar og fjórhjól erú frábær tæki, en stundum er færið þannig að vélsleði er í vanda vegna snjóleysis og þegar hærra er komið kemst fjórhjólið ekki neitt vegna of mikils snjós.  Camso belta búnaður breytir öllu. Með Camso beltum skiptir færið næsta litlu, aka má á hverju sem er og þú kemst í næstum hverju sem er.  Með Camso beltum minnkar yfirborðsþrýstingurinn um allt að 75%, því flýtur farartækið á mjúku undirlagi og drifgetan gjörbreytist.  Með því að nýta lága drifið er hægt að aka hægt og varlega um gróið land, eða klifra upp brattar brekkur í snjó.  Á tækjum með stærri mótora er hægt að aka greitt, niðurgíring er um 30-40% til að hlífa drifbúnaði og auka drifgetu og dráttargetu.  Með Camso beltum færðu það besta, tækið þitt hentar jafn vel allt árið um kring.  Að skipta milli belta og dekkja tekur að jafnði kringum klukkustund.
Fáanleg fyrir flest algengustu fjórhjólin með vélarstærð frá 300cc.  Hafðu samband til að fá verð í sett fyrir þitt hjól.  Komin er sjö ára reynsla á beltabúnaðinn hér, og hefur hann reynst vonum framar.  Allt um Camso belti hér https://camso.co/en/powersports/atv-utv/
Við pöntum sérstaklega fyrir hvert tæki, til að fá réttar festingar og rétta gíringu, síðan er hægt að breyta beltunum fyrir nýtt tæki seinna.  Liggjum með algengustu varahluti og fáum annað mjög hratt.  Hafðu samband til að fá verð í belti fyrir þitt tæki.

Frábært í snjó

Gríðarleg drifgeta

Má nota allt árið

Snjór, klaki, sandur, grjót,

mýri, þúfur, grjót, mold, gras

er ekkert mál.

 

Stöðugleiki

Fjórhjól á beltum er

stöðugra og auðveldara

í akstri en flest önnur tæki.  Auk þess að hafa mikla burðargetu.  Þau þola miklu meiri hliðarhalla og eru duglegri  og öruggari í bratta.

Eitt tæki fyrir allar árstíðir

EittEitt tæki til að kaupa.

Eitt tæki í viðhaldi

Eitt tæki í tryggingu

Fínn ferðahraði

Flýtur betur en vélsleði í snjó!

Kemst svo til allt!

 

Buggý bíla belti

Camso 4S1 UTV beltin eru gerð fyrir buggý bíla (SxS, UTV) og sexhjól

Buggý bílar eru ein áhugaverðasta nýjungin í adrenalín ferðamennsku.  Fjöðrunin, krafturinn og öryggið í fyrirrúmi.  Menn hafa prófað að setja þá á mun stærri dekk og það hjálpar, en hefur mikil áhrif á afl og endingu drifbúnaðar.  Til að auka drifgetu buggý bíla í snjó og öðru erfiðu færi, án þess, þá býður Camso upp á 4S1 UTV belta búnað.  Með skiptir færið næsta litlu, aka má á hverju sem er.  Með Camso 4S1 beltum minnkar yfirborðsþrýstingurinn um allt að 75%, því flýtur farartækið á mjúku undirlagi og drifgetan gjörbreytist.  Með því að nýta lágt drif er hægt að aka hægt og varlega um gróið land, eða klifra upp brattar brekkur í snjó.  Á tækjum með stærri mótora er hægt að aka greitt, 4S1 niðurgírar um 30-40% til að hlífa drifbúnaði og auka drifgetu og dráttargetu.  Með Camso 4S1 færðu það besta úr báðu, tækið þitt hentar jafn vel allt árið um kring.  Að skipta milli belta og dekkja tekur kringum eina klukkustund.
Fáanleg fyrir flesta algengustu buggý bíla.  Við pöntum sérstaklega fyrir hvert tæki, til að fá réttar festingar og rétta gíringu.  Hafðu samband til að fá tilboð í belti fyrir tækið þitt.
ABOUT US

Mótórhjólabelti
Ef þig langar í snjóhjól þá er Yeti málið.  Kíktu á síðuna þeirra hér:https://yetisnowmx.ca/

CONTACT

HÉR FINNUR ÞÚ OKKUR

Ljósmyndavörur ehf.

Skipholti 31

105 Reykjavík

 

Facebook síða

Camsobelti

OPNUNARTÍMAR:

 

Má - Fö: 09:00 - 18:00

​​Lau 10:00 - 15:00

​Su: Lokað

Success! Message received.

UM OKKUR

Við erum búin að vera óslitið í fyrirtækjarekstri síðan 1974.  Okkar rætur liggja í ljósmyndaheiminum, en ást okkar á Íslandi og landslagsljósmyndun dró okkur í beltabransann.   Okkur vantaði tæki sem kæmist um torleiði með ljósmynda- og kvikmyndabúnað, vetur, sumar vor og haust.  Á endanum sáum við að fjórhjól með beltum væri hagkvæmasta og besta lausnin fyrir okkur.  Við leituðum fyrst hér heima, en búnaðurinn sem taldist bestur - Camso beltin voru ekki fáanleg á Íslandi.  Á endanum sömdum við beint við Camso (þá Camoplast Solideal) að kaupa sett.  Strax í fyrsta skipti sem við prófuðum búnaðinn hittum við á mann sem átti fjórhjól og vélsleða.  Hann fékk að prófa beltahjólið í snjó og pantaði belti undir hjólið sitt á staðnum.  Eftir það var ekki aftur snúið - við vorum komin í beltabransann og sömdum við Camso að sjá um innflutning og þjónustu á Íslandi.  Núna ári seinna erum við búin að selja tugi belta á fjórhjól og buggý bíla um allt land, til bænda, verktaka og útivistarfólks.

Nokkrar myndir af Camso hjólum

bottom of page